Hristari

Sale price Price 4.990 kr Regular price Unit price  per 

Tax included. Shipping calculated at checkout.

Það má segja að hristarinn sé fyrir barþjóninn eins og hamar sé fyrir smið eða pensill fyrir listmálara. Hristarinn er sennilega helsta einkennismerki barþjóna og því mikilvægt að vera með góðan hristara til að búa til þá drykki sem eru hristir.

Hristarinn sem við notum er gerður úr tveimur stál glösum, einu minna og hinu stærra og kallast tveggja hluta hristari. Hann er fljótlegast að læra á en einnig er hann þægilegur í meðhöndlun og þrifum.