Kokteilaskólinn - Hópabókanir - Einkanámskeið

Kokteilaskólinn er einnig í boði fyrir hópa og hentar einstaklega vel sem skemmtilegt hópefli fyrir fyrirtæki eða ógleymanlegt kvöld með vinahópnum.
Við tökum á móti hópum sem telja frá 12-32 manns hjá okkur á Spritz Venue og hægt er að bóka alla daga vikunnar nema eftir kl 14 á miðvikudögum og fimmtudögum. 

Ef þið eruð færri en 12 þarf samt alltaf að greiða fyrir 12 þátttakendur.

Einkanámskeiðin eru tvennskonar:

Kokteilaskólinn A - 13.990kr á mann
Innifalinn fordrykkur, þrír kokteilar og glæsilegi salurinn okkar í miðbæ Reykjavíkur, Spritz Venue. Prógrammið tekur 2-3 klst.

Kokteilaskólinn B - 11.990kr á mann - Lágmark 16 manns
Innifalinn fordrykkur, tveir kokteilar og glæsilegi salurinn okkar í miðbæ Reykjavíkur, Spritz Venue. Prógrammið tekur 1-2 klst.

Einnig bjóðum við upp á að panta veitingar frá Ólífa Pizzeria og Nomy veisluþjónustu, segðu okkur endilega hvað þú vilt bjóða upp á og við sjáum um rest.

Við getum einnig komið til þín!
Vilt þú fá Kokteilaskólann inn í fyrirtæki til þín? 

Við komum með Kokteilaskólann A og B til fyrirtækja sem eru með aðstöðu svo sem matsal eða stórt fundarherbergi. 
Aðeins í boði fyrir hópa frá 30-50 manns.

Sendu okkur fyrirspurn eða hringdu í síma 845-4069.

Ég hlakka til að heyra í þér!
Ivan Svanur