Use left/right arrows to navigate the slideshow or swipe left/right if using a mobile device
Kokteilaskólinn
Kokteilaskólinn er eina kokteilanámskeiðið á Íslandi þar sem hver þátttakandi gerir sína eigin kokteila undir leiðsögn kokteilameistara. Við gerum saman þrjá spennandi kokteila, skálum í viðeigandi hágæða vökva fyrir hvert námskeið, smökkum allskonar áfengi og fræðumst á skemmtilegan hátt um undraverðan heim kokteila.
Langar þig að geta búið til glæsilega kokteila?
Hoppaðu inn í heillandi heim kokteilagerðar með kokteilaskólanum. Kennari Kokteilaskólans er Ivan Svanur Corvasce en hann hefur síðustu árin verið í fararbroddi íslenskrar kokteilamenningu, stýrt flottum kokteilabörum og unnið til fjölda verðlauna í faginu bæði innanlands og utan.
Kokteilaskólinn: Sívinsæla kokteilanámskeiðið okkar. Hér rekjum við lauslega sögu kokteila og förum yfir nauðsynleg atriði í hinn fullkomna kokteil! Við gerum saman drykkina Old Cuban, Basil Gimlet og Peach Perfect.
80's vibes: Við förum aftur til ársins 1984 og rifjum upp klassíska kokteila sem voru fáanlegir á strandabörum um allan heim! Við gerum saman nútímalega útgáfu af Tequila Sunrise, Pina Colada og Sex on the Beach með ferskum djúsum og besta mögulega hráefni. Verðlaun eru veitt fyrir hópa sem mæta í 80’s fötum
Heimabarþjónninn: Á þessu námskeiði lærum við hvernig á að gera kokteila fyrir næstu veislu sem allir ættu að kunna eins og Margaritu, Espresso Martini og Gin Fizz. Við förum yfir hvernig á að líta vel út og skipuleggja sig fyrir kokteilakvöld með vinum og lærum hvernig á að koma í veg fyrir þynnku.
Geggjað í góðum félagsskap
Ekkert smá skemmtilegt námskeið í góðum félagsskap, mun klárlega fara aftur með öðrum hóp og taka fleirri námskeið til að master my coctail skills.
Ótrúlega gaman!!
Akkúrat það sem ég vildi og ég lærði að fíla tequila og pína colada.
10/10
Ég lærði að gera bestu kokteila sem ég hef smakkað, kennarinn var líka fyndinn og skemmtilegur. 10/10
Virkilega góð kvöldstund í Kokteilskólanum um daginn með vinkonum! Það gaman að við kíkjum eflaust aftur á annað námskeið í haust!
Takk fyrir okkur!
Það var virkilega skemmtilegt að koma til ykkar. Aðstaðan og kennslan til fyrirmyndar og andrúmsloftið gott. Ég er búin að hæla ykkur mikið og þið eigið örugglega eftir að sjá einhver okkar aftur.