Skilmálar

Skilmálar

Skilmálar vefverslunar:
Vefverslun kokteilaskolinn.is er rekin af Reykjavík Cocktails ehf. Kt. 700119-0290, VSK númer: 130864. Öll ákvæði skilmálanna hér að neðan ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur milli aðila verður slíkur ágreiningur einungis leystur fyrir varnarþingi félagsins, Héraðsdómi Reykjavíkur.

Afgreiðsla pantana:
Pantanir eru afgreiddar næsta virka dag eftir pöntun. Sé varan ekki til verður haft samband við kaupanda og tilkynnt um áætlaðan afhendingartíma vörunnar eða varan endurgreidd ef þess er óskað. Ef kaupandi óskar eftir heimsendingu þá eru vörurnar sendar með Dropp eða Íslandspósti og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts og Dropp um afhendingu vörunnar. Kokteilaskólinn ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á því tjóni sem kann að verða í flutningi.

Skilafrestur og endurgreiðsla:
Kaupandi hefur 14 daga til að hætta við kaup á vefverslun að því tilskildu að varan sé ónotuð, henni skilað í góðu lagi í óuppteknum upprunalegum umbúðum. Ekki er hægt að skila vöru ef búið er að rjúfa innsigli á pakkningu. Skila verður inn kvittun fyrir vörukaupum þegar vöru er skilað og endurgreiðir Kokteilaskólinn vörukaup ef ofangreind skilyrði hafa verið uppfyllt og eftir að varan er móttekin. Við bendum viðskiptavinum á að hafa samband við verslun sem mun afgreiða málið eða með tölvupósti á info@kokteilaskolinn.is. Kaupandi greiðir sjálfur flutningskostnað fyrir vöru sem er skipt/skilað. Ef einhverjar spurningar vakna þessu tengdar, hafið þá vinsamlegast samband við verslun í ofangreindann tölvupóst.

Gjafabréf: 
Gjafabréf í Vínskólann og Kokteilaskólann gilda í 2 ár frá kaupum en við erum ekki ströng á því, engar áhyggjur!

Sömu skilareglur gilda um gjafabréf og aðrar vörur, sjá hér að ofan undir "Skilafrestur og endurgreiðsla"

Þau gilda sem aðgöngumiði á öll opin námskeið Vínskólans og Kokteilaskólans og því ef þau glatast er ekki tryggt að kaupandi fái aðgöngu að námskeiði. Gjafabréfin fara oft manna á milli og því engin leið fyrir okkur að koma í veg fyrir endursölu.

Gjafabréfin þarf að hafa meðferðis við mætingu í Vínskólann og Kokteilaskólann undir öllum kringumstæðum. 

Kokteilaksólinn og Vínskólinn ábyrgjast ekki aðgöngu þeirra sem týnt hafa gjafabréfum í upprunalegri mynd. 

Verð:
Vinsamlegast athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara og Kokteilaskólinn áskilur sér rétt til að afgreiða ekki pöntun ef verð vörunnar er rangt skráð á vefverslun. Öll verð á vefversluninni eru með virðisauka og allir reikningar eru gefnir út með VSK.

Trúnaður:
Kokteilaskólinn heitir kaupanda fullum trúnaði varðandi allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhendar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.  Þegar vara er pöntun í vefverslun Kokteilaskólanns eru upplýsingar um greiðslukort aðeins vistaðar rétt á meðan viðskiptin fara fram og eru samþykkt í kerfinu. Valitor geymir kortaupplýsingarnar í öruggum kerfum sínum, en ekki á greiðslusíðunni sjálfri. Um leið og pöntunin er staðfest og viðskiptavinur fær staðfestingu í hendurnar verður öllum upplýsingum um greiðslukortið eytt samstundis úr kerfinu. Kortaupplýsingarnar eru því alltaf öruggar á meðan öllu ferlinu stendur.

Skilmálar hópabókana:

Spritz Venue:
Ef skemmdir verða á húsgögnum, gólfefni, barborði eða hverju öðru sem er innan veggja Spritz Venue sem valdið er af gestum á einkanámskeiði verður sá sem bókar Kokteilaskólann fyrir hópinn eða það fyrirtæki/starfsmannafélag að greiða fyrir þær skemmdir. Að sjálfsögðu þarf að vera sönnun fyrir því af hendi Kokteilaskólans (Reykjavík Cocktails ehf) að skemmdir hafi átt sér stað á meðan að hópurinn var á Spritz Venue og að um ásjáanlegar skemmdir sé að ræða.

Fjöldi þátttakenda:
Það fer mikill undirbúningur og mikið af hráefnum í að halda námskeiðin okkar. Öll hráefni svosem ferskir safar og síróp eru undirbúin af okkur sjálfum samdægurs til að tryggja að gæðin séu sem best og því miður koma þau ekki alltaf að notum síðar þar sem um fersk hráefni er að ræða.

Að því sögðu gefum við hópum 48 klukkustundir til að staðfesta fjölda þátttakenda á námskeiði og er það fjöldinn sem er greiddur fyrir. Þó það mæti síðan færri á námskeiðið þarf alltaf að greiða fyrir þann fjölda sem staðfestur er ekki seinna en 48klst fyrir námskeið. 

Opin námskeið (fimmtudagsnámskeið):

Afbókanir Tix
Afbókanir þurfa að berast að minnsta kosta 24 klst fyrir námskeið. Hægt er að afbóka í gegnum tölvupóst, sms eða símtal. Við heimilum ekki endurgreiðslu á miðum en við leyfum fólki að sjálfsögðu að færa sig yfir á aðra dagsetningu að þeirra vali. 


Afbókanir Gjafabréf
Afbókanir þurfa að berast að minnsta kosta 24 klst fyrir námskeið. Hægt er að afbóka í gegnum tölvupóst, sms eða símtal. Ef fólk sem hefur þegar bókað með gjafabréfi mætir ekki í Kokteilaskólann þá áskiljum við okkur þann rétt að ógilda miða viðkomandi.